NÝTT! Mörgum að sunnan þykir langt að fara austur í Breiðdalsá og Jöklu enda fjarlægð frá höfuðborginni á bilinu 600-700 km í þessar ár. En nú er tilvalið að taka flug til Egilsstaða því jeppi verður klár á flugvellinum fyrir þá veiðimenn sem taka flugið austur og eru að kaupa að lágmarki tvær stangir á á laxasvæði Breiðdalsár eða á Jöklu I svæðinu! Tilvalið fyrir allt að fjóra veiðimenn sem deila tveim stöngum að smella sér í flug sem tekur oftast innan við klst og við lendingu bíður bíllinn eftir þeim. Það er eingöngu rúmur 30 min akstur til Jöklu frá Egilsstaðaflugvelli og um klst til Breiðdalsár svo veiðimenn geta verið komnir á svæðin um eða undir tveim klst sem er ekki mikið lengur en ferðatími á flestar veiðiár á vesturlandi til dæmis. Tilvalið tækifæri til að smella sér austur án þess að eyða of miklum tíma í ferðalagið!

Nýtt myndband frá Jöklusvæðinu
Hér má sjá nýtt myndband sem tekið var sl sumar á Jöklusvæðinu, er tekið að mestu leyti í Kaldá og í Fögruhlíðarós en þó má einnig sjá vel hve aðstaðan er orðin góð í Veiðihúsinu Hálsakoti sem er á bökkum Kaldár. Góða skemmtun.