Hvernig hljómar það að kaupa eitt veiðileyfi en veiða í 5 laxveiðiám? Með því að veiða í Jöklu og hliðarám færðu fullkomna afsökun fyrir því að eiga allar þessar veiðistangir fyrir mismundandi aðstæður. 

Veiðitúr í Jöklu er fjölbreyttasti veiðitúr sem mönnum stendur til boða og er miklu meira en bara Jökla sjálf. Enn eru lausar stangir í júlí og ágúst og ef spár um mikið smálaxasumar ganga eftir þá verður veisla í sumar.

En hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um hverja á, Jökla, Fögruhlíðará, Kaldá, Fossá og Laxá.