Glímt við einn vænan á Jöklubökkum

Glímt við einn vænan á Jöklubökkum

Það hefur verið líflegt á Jöklusvæðinu og þá helst í Jöklu sjálfri á stöðum eins og Arnarmel utan við Laxá og líka á efri svæðum frá og með Steinboga og upp Jökuldalinn allt að 60-70 km frá sjó! Flesta daga er lax að veiðast á nýjum glæsilegum veiðistöðum þar uppfrá og er greinilegt að slepping sumaralina seiða undafarinn 5 ár er að skila þar góðum árangri.

Glæsilegur stórlax úr nýjum veiðistað sem heitir Rjúkandi ofarlega í Jöklu

Glæsilegur stórlax úr nýjum veiðistað sem heitir Rjúkandi ofarlega í Jöklu

Oftast hefur veiðin verið undanfarið í tveggja stafa tölum og mest eru 17 laxar á einum degi. Veiðin er almennt mikið ótengd sleppitjörnum þar sem sleppt hefur verið gönguseiðum og mun ofar á vatnasvæðinu líka heldur en þar sem þær eru. Er mjög spennandi að fylgjast með landnámi laxins og ljóst er að uppeldiskilyrðinn eru mjög góð víða í Jöklu sjálfri, sérstaklega á efri hluta vatnasvæðisins. En gönguseiðasleppingar á Jöklusvæðinu hafa þó ekki skilað sér með sama hætti og áður, og sama má segja einnig um Breiðdalsá hvað sem veldur, en enn er langt eftir af veiðitímanum og síðsumarsgöngur eru alvanalegar í þessum landshluta.

Vatnshæð Hálslóns er ennþá undir meðallagi og má ekki vænta yfirfalls fyrr en um eða eftir næstu mánaðarmót eins og staðan er í dag. Og það má bæta því við að á bilinu 22. – 28. ágúst er mikið laust af veiðileyfum á hóflegum verðum á Jöklusvæðinu og hafi áhugasamir samband sem fyrst.

Þeir hafa verið margir stórir úr Jöklu í sumar og þessi var 98 cm úr Arnarmel. Veiðikonan er Sjöfn Jóhannesdóttir sóknarprestur á Djúpavogi og er þetta sá stærsti úr Jöklu ennþá í sumar

Þeir hafa verið margir stórir úr Jöklu í sumar og þessi var 98 cm úr Arnarmel. Veiðikonan er Sjöfn Jóhannesdóttir sóknarprestur á Djúpavogi og er þetta sá stærsti úr Jöklu ennþá í sumar