Almennt hefur laxveiðin á landinu verið með eindæmum róleg og kenna menn um vatnsleysi en þó er greinilega minna af laxi á ferðinni en menn bjuggust við. Okkar ár eru mis viðkvæmar fyrir þurrkinum.

Jökla er með frábært vatn og góðan vatnshita og smáflugur og hitch hafa verið að gefa vel frá opnun á þessarri nýlegu veiðislóð. Lax er greinilega að ganga upp Jökuldalinn og lax orðin dreifður þó hann mætti stoppa meira á neðsta svæðinu kringum hliðará Fossá. Um 40 laxar eru komnir á land að mestu vænn stórlax og stærstur þessi hér fyrir ofan úr Klapparhyl sem var 94 cm. Sem sagt, allt að koma í Jöklu og lausar stangir voru að detta inn í sölu á Jöklu I á blilinu 14-20 júlí og 23-26 júlí, fyrstur kemur fyrstur fær! Jökla II efra svæðið fer að detta inn fljótlega og lausar stangir þar í boði.
Frábær sjóbleikjuveiði hefur verið í Fögruhlíðarós og einnig nokkuð um sjóbirting þar inn á milli. Hægt er að komast með stuttum fyrirvara í ósinn.

Hrútafjarðará hefur verið með eindæmum vatnslítil og lax hefur eingöngu komist stutta vegalengd upp ána að nágrenni veiðihússins. Um 15 laxar hafa veiðst en töluvert af sjóbleikju hefur komið á land á neðstu veiðistöðum. Nokkuð af laxi hefur sést og um leið og það rignir tekur veiðin kipp.

Breiðdalsá opnaði með einum laxi úr Sveinshyl sem sjá má hér fyrir ofan. Lítið stundað síðan og minnkandi vatn en fyrstu holl eru væntanleg í næstu viku til veiða í Breiðdalsá. Von er á mun meiri veiði er líður á sumarið vegna aukinna seiðasleppinga vorið 2018.

Minnivallalækur er komin í hátt í 200 fiska sem er mun meiri veiði en sl sumar, enda aðstæður eðlilegar í veðri og smáðar púpur og þurrflugur virka vel núna. Meira er laust ein oft áður eins og t.d. verslunarmannahelgin og önnnur helgin í ágúst, tilvalið fyrir smærri hópa örstutt frá Reykjavík sem vilja gott veiðihús og veiðiá út af fyrir sig.

Vegna tæknilegra vandmála er ekki hægt að panta veiðileyfi beint af vefnum, en áhugasamir hafi beint samband við Þröst í ellidason@strengir.is eða gsm 660 6890. Nýr vefur verður gerður í náinni framtíð.