Svo má segja að Veiðihúsið Eyjar sé flaggskip okkar veiðihúsa þar sem engu hefur verið til sparað til þess að bjóða gestum okkar upp á notalega aðstöðu. Í húsinu eru átta tveggja manna herbergi sem hvert er búið sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi, interneti og mjög þægilegum rúmum.
Í húsinu er gufubað og þaðan útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa með konunglegum aðbúnaði þar sem glæsilegur arin er áberandi ásamt uppstoppuðum fuglum og fiskum á veggjum. Stór verönd með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Útsýni yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins.
Allt árið býður Breiðdalur upp á frábæra afslöppun fjarri skarkala höfuðborgarinnar og stærri bæja landsins en um leið er ýmis afþreying í boði. Þar ber helst að nefna gönguferðir, ísdorg, snjósleðaferðir, norðurljósaferðir, hestaleiga og margt fleira. Þess ber að geta að aðstaða við húsið hentar einstaklega vel t.d. göngu- eða ísklifurhópum þar sem upphitað herbergi er sérstaklega vel til þess fallið að þurrka blaut föt og skó og geyma útbúnað af ýmsum toga.
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu á svæðinu og í húsinu og gestir okkar stjórna því að öllu leyti hversu mikla eða litla þjónustu þeir vilja fá. Gestir okkar geta valið að sjá um sig sjálf í mat og drykk eða láta okkur sjá um allar veitingar sem og afþreyingu. Við klæðskerasaumum ferðina þína algjörlega að þínum óskum. Leitið upplýsinga á skrifstofu okkar með tölvupósti til ellidason(hjá)strengir.is eða í síma 567 5204.