Glæsileg veiðihús í boði

Til útleigu til einstaklinga og hópa af ýmsum stærðum og gerðum utan veiðitíma

Veiðiþjónustan Strengir hefur yfir að ráða stórglæsilegum veiðihúsum við sín veiðisvæði og undanfarin ár hafa þau verið í útleigu til einstaklinga sem og hópa af ýmsum stærðum og gerðum utan veiðitíma. Veiðihúsin eru mismunandi að stærð og staðsetningu og bjóða upp á gistingu í fjórum til átta tveggja manna herbergjum.

Einnig hefur verið gerður bæklingur á ensku um gistingar á Veiðihúsinu Eyjar í Breiðdal og Hálsakot Jökulsárhlíð sem sýnir vel hve glæsileg aðstaða okkar er þar, smellið hér.“

Opið allt árið

Svo má segja að Veiðihúsið Eyjar sé flaggskip okkar veiðihúsa þar sem engu hefur verið til sparað til þess að bjóða gestum okkar upp á notalega aðstöðu. Í húsinu eru átta tveggja manna herbergi sem hvert er búið sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi, interneti og mjög þægilegum rúmum.

Í húsinu er gufubað og þaðan útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa með konunglegum aðbúnaði þar sem glæsilegur arin er áberandi ásamt uppstoppuðum fuglum og fiskum á veggjum. Stór verönd með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Útsýni yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins.

Allt árið býður Breiðdalur upp á frábæra afslöppun fjarri skarkala höfuðborgarinnar og stærri bæja landsins en um leið er ýmis afþreying í boði. Þar ber helst að nefna gönguferðir, ísdorg, snjósleðaferðir, norðurljósaferðir, hestaleiga og margt fleira. Þess ber að geta að aðstaða við húsið hentar einstaklega vel t.d. göngu- eða ísklifurhópum þar sem upphitað herbergi er sérstaklega vel til þess fallið að þurrka blaut föt og skó og geyma útbúnað af ýmsum toga.

Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu á svæðinu og í húsinu og gestir okkar stjórna því að öllu leyti hversu mikla eða litla þjónustu þeir vilja fá. Gestir okkar geta valið að sjá um sig sjálf í mat og drykk eða láta okkur sjá um allar veitingar sem og afþreyingu. Við klæðskerasaumum ferðina þína algjörlega að þínum óskum. Leitið upplýsinga á skrifstofu okkar með tölvupósti til ellidason(hjá)strengir.is eða í síma 660 6890.

Opið allt árið

Hálsakot er nýjasta húsið okkar og er staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Húsið var byggt árið 2007 og síðan þá hafa stöðugar viðbætur átt sér stað við húsið. Nú er svo komið að boðið er upp á gistingu í átta tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sérbaðherbergi með sturtu.

Stórglæsileg setustofa og borðstofa með arin, sjónvarpi og fríu interneti og þaðan er frábært útsýni yfir í Dyrfjöll í austri. Í húsinu er einnig glæsilegt eldhús með öllum hugsanlegum tækjum til matreiðslu dýrindis máltíða. Þess ber að geta að aðstaða við húsið hentar einstaklega vel t.d. göngu- eða ísklifurhópum þar sem upphitað herbergi er sérstaklega vel til þess fallið að þurrka blaut föt og skó og geyma útbúnað af ýmsum toga.

Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu á svæðinu og í húsinu og gestir okkar stjórna því að öllu leyti hversu mikla eða litla þjónustu þeir vilja fá. Gestir okkar geta valið að sjá um sig sjálf í mat og drykk eða láta okkur sjá um allar veitingar sem og afþreyingu. Við klæðskerasaumum ferðina þína algjörlega að þínum óskum. Leitið upplýsinga á skrifstofu okkar með tölvupósti til ellidason(hjá)strengir.is eða í síma 660 6890.

Opið allt árið

Veiðihúsið Lækjamót er skemmtilega staðsett á bökkum Minnivallalækjar í Landsveit í aðeins um 90 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Í húsinu eru fjögur tveggja manna herbergi ásamt tveimur baðherbergjum með sturtu, borðstofu, setustofu, eldhúsi og heitum pott á verönd bakvið hús. Húsið er mjög vel staðsett og ýmis afþreying í boði í nágrenninu sem aðeins er háð veðri og vindum.

Þetta er tilvalin lausn fyrir stóra fjölskyldu eða jafnvel tvær fjölskyldur að skella sér í bústað um vetur og slappa af í notalegu umhverfi.

Leitið upplýsinga á skrifstofu okkar með tölvupósti til ellidason(hjá)strengir.is eða í síma 660 6890.