Nú má sjá á vef okkar www.strengir.is stöðu lausra leyfa og er óhætt að segja að úrvalið er fjölbreytt nema óvíst er hvort nokkuð losni í Hrútafjarðará en áhugasamir eru settir á biðlista. En í bæði ánum okkar fyrir austan Breiðdalsá og Jöklu ásamt svo Minnivallalæk má finna daga hér og þar víða yfir sumarið. Enn bókanir eru að berast inn daglega og fljótt getur staðan breyst og því ættu áhugasamir að hafa samband sem fyrst.

Frá Stapabreiðu í Tinnu sem er hliðará Breiðdalsár.

 
Almennt er verðlag okkar í laxveiði fyrir austan hóflegt og ekki víða sem sambærileg verð og veiðivon í laxi er í boði í öðrum laxveiðiám. Og í Minnivallalæk má ekki gleyma að innifalið er í veiðileyfinu klassagisting með uppbúnu herbergi í veiðihúsi alveg á árbakkanum!

Fyrir sumarið 2017 eru nokkrar breytingar, svo sem að aukin sveigjanleiki er hvort tekið er fæði í veiðihúsum okkar fyrir austan og hægt verður í auknum mæli hægt að taka staka daga án gistingar í bæði Breiðdalsá og Jöklu I svæðinu sem ekki var áður.

Einn vænn úr Stöðvarhyl í Minnivallalæk!

Einnig verður hægt að fá staka daga í Minnivallalæk og taka ekki allar stangir saman en þá með frekar stuttum fyrirvara sem það verður í boði.

Hann er á í veiðistaðnum Svelg sem mun fylgja með Jöklu II sumarið 2017.

Og veiðisvæðið Jökla II verður lengt neðar í Jökuldalinn og tekur aftur yfir Húsármót og Svelg sem eru öflugir veiðistaðir sem gefa þessu svæði aukna laxveiði og ekki skemmir hóflegt verði

Hlakka til að heyra í ykkur!

Kveðja,

Þröstur Elliðason