hruta_13a

Myndbönd

Perlan í Hrútafirðinum

Hrúta ásamt Síká gaf 702 laxa á stangirnar þrjár á síðasta ári sem gefur 2,6 laxa á hvern stangardag, sem er frábær veiði og góð dreifing var einnig á milli veiðistaða þetta árið.

Hrútafjarðará er frábær á  og ein af albestu fluguveiðiám landsins með 10 ára meðalveiði upp á 466 laxa á aðeins þrjár stangir. Árið 2013 fóru saman miklar laxagöngur og góðar aðstæður nánast allt sumarið. Vænn smálax var uppistaðan í veiðinni en þó var mikið um stórlaxa eins og oft áður og nokkrir um og yfir 10 kg veiddust.

Leyfilegt agn er fluga og annað agn er óleyfilegt. Hefur sá háttur verið á um árabil. Einungis þrjár stangir eru leyfðar í ánni í einu og er því vel rúmt um veiðimenn. Fyrir 2014 verður reglum um sleppingu laxa 70 cm og stærri fylgt harðar eftir og kvóti tveir laxar á stöng settur inn sem skylda líkt og er nú í öllum okkar laxveiðiám Strengja. Sjóbleikjan er einnig frábær meðafli og reyndar getur veiðin verið þannig að sumir gera sérstaklega út á bleikjuna enda er stærðin á þeim eftirsóknarverð í Hrútu. Við erum stolt af því að geta boðið veiðimönnum til veiða í þessum frægu frægu laxveiðiám, Hrútafjarðará og Síká.

 • Staðsetning: Fjarlægð frá Reykjavík: 160 km.
 • Veiðisvæði: Hrútafjarðará öll ásamt Síká.
 • Tímabil: 1.júlí – 30.september.
 • Veiðileyfi: Hægt er að kaupa ýmist 2 eða 3 daga holl.
 • Daglegur veiðitími: 1. júlí – 15. ágúst kl. 7-13 og kl. 16-22 en frá 16. ágúst til 10. september kl. 15-21 eftir hádegi. Eftir það kl. 14-20 daglega eftir hádegi. Brottfarardag síðasta morguninn skal veitt til kl. 12:00.
 • Fjöldi stanga: Leyfðar eru 3 stangir.
 • Verð: Stöng á dag á bilinu 32.000 kr. – 128.000 kr.
 • Veiðireglur: Fluga eingöngu leyfð og er skyllt að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri og kvóti er tveir laxar á stöng á dag og veitt og sleppt eftir það.
 • Vinsælar flugur: Rauð Frances, Sunray Shadow, mikrótúpur, hitch túpur, Blue Charm, Collie Dog, Snælda og fl.
 • Veiði síðastliðin ár: 702 laxar og 30 sjóbleikjur.
 • Umsjónarmaður/veiðivörður: Árni Jón Eyþórsson í síma 894 2248 og 451 1148.
 •  

Gisting í veiðihúsinu er innifalin í verði veiðileyfa

Veiðihús fyrir Hrútafjarðará er í landi Bálkastaða neðarlega í ánni að austanverðu á milli Síkár og gamla Staðarskála. Fjögur tveggja manna herbergi eru í húsinu sem eru uppábúinn og með handklæðum við komu veiðimanna sem mega koma um og eftir kl. 14 á komudegi. Því geta átta manns gist í veiðihúsinu. Tvö baðherbergi með sturtu, sérstakt vöðlu-og þurrkherbergi og fiskmóttaka eru í húsinu. Gott eldhús og stofa með stórum arinn setur mikinn svip á allt húsið. Nýtt var sumarið 2013 að þráðlaust internet var sett upp og er til afnota fyrir gesti. Stór verönd með grilli er við húsið. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför en einnig er hægt að kaupa þá þjónustu ef samið er um það fyrirfram. Veiðimenn skulu hafa rýmt húsið kl. 13 á brottfarardegi.

Gisting í veiðihúsinu er innifalin í verði veiðileyfa. Umsjónarmaður er Árni Jón Eyþórsson og hægt er að ná í hann í síma 894 2248 og 451 1148