Nýtt veiðisvæði sem komið hefur skemmtilega á óvart!

Ódýrt og gjöfult laxveiðisvæði!

Nýlegt og glæsilegt veiðisvæði á hóflegu verði! Stórt svæði sem kemur skemmtilega á óvart og var með rúma 30 laxa veidda 2019 þó veitt hafi verið í örfáa daga eingöngu vegna yfirfalls sem kom óvenju snemma. Boðið er upp á 6 stangir og verð á stöng á dag er á bilinu kr. 15.000- 35.000 . Veiðitímabilið er einnig stutt eða eingöngu á bilinu 1. júlí – 30. ágúst. Þetta eru ein ´”bestu kaupin á eyrinni” í laxveiði á landinu 2020 miðað við verðlag! Eingöngu er leyfilegt að veiða með flugu á Jöklu II, enda hentar það mjög vel til fluguveiða. Og skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri og en hirða má einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum, en veitt og sleppt eftir það. En reyndar er æskilegt að sleppa öllum löxum aftur vegna góðra hrygninga og uppeldisskilyrða sem eru vannýtt á svæðinu.Jökla II svæðið nær nú að flúðinni Kastið sem er skammt neðan við bæinn Hákonarstaði en þar fyrir neðan hafa uppgötvast nýjir og spennandi veiðistaðir!

 • Staðsetning:  Fjarlægð frá Reykjavík: ca. 600 km. Fjarlægð frá Egilsstöðum:  ca. 50-60 km.
 •  Veiðisvæði:  Jökla ofan Húsarbreiðu og að Kastinu neðan Hákonarstöðum.
 •  Tímabil:  1. júlí – 30. ágúst.
 • Veiðileyfi:  Tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis eða stakir dagar.
 •  Daglegur veiðitími:  Daglegur veiðitími 1. júlí – 31. júlí kl. 7 – 13 og kl. 16 – 22 en frá 1. ágúst til 10. ágúst kl. 15 – 21.
 •  Fjöldi stanga:  Leyfðar eru 6 stangir.
 •  Verð:  Stöng á dag á bilinu kr. 15.000 – 35.000
 • Veiðireglur:  Fluga eingöngu leyfð. Skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Leyfilegt er að hirða einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það. Æskilegt er að sleppa öllum laxi enda eru góð hrygningar og uppeldissvæði á svæðinu sem eru vannýtt.
 • Vinsælar flugur:  Hitch túpa, Sunray Shadow, Snælda, Rauð Frances, Svört Frances, Black and Blue.
 •  Veiði síðastliðin ár:  41 lax.
 •  Umsjónarmaður/veiðivörður:  Guðmundur Ólason 471 – 1019 og 660 – 6893.
 •  

Engin skyldugisting er fyrir Jöklu II en tilvalið er að gista á Gistiheimilinu á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal sem er staðsett örstutt frá árbakkanum og er við þjóðveg 1. Einnig má athuga með gistingu neðar í Jökulsárhlíð í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárhlíð með eða án fæðis ef laus eru herbergi þar. Á bænum Grund ofar í Jökuldal má einnig fá gistingu fyrir veiðimenn á þessu svæði og í sumarbústöðum í nágrenninu. Spyrjið um nánari upplýsingar.

Veiðileyfi

Laus veiðileyfi Panta veiðileyfi

Veiðikort

Veiðikort er komið út, spyrjið um nánari upplýsingar.

Úr myndasafninu