Tilraunasvæði á hóflegu verði

Svæði með fjölda veiðistaða sem aldrei hefur verið veitt í!

Nýtt og að mestu ókannað svæði!Þetta er Jökla ofan veiðistaðarins Kastið sem er aðeins neðar en bærinn Hákonarstaðir. Gríðarleg nátturufegurð og einstök gljúfur á köflum sem vekja mikla athygli. í veiðinni fylgir með þveráin Hrafnkeila og Jökla eins langt og hægt er að veiða sem er að Reykjará enn ofar og langleiðina að Kárahnjúkum! Gríðarlangt svæði sem er þó með þokkalega aðkomu með því að fylgja veginum áfram upp á efri Jökuldalinn. Þó eru hér og þar einhver gljúfur sem ekki er vitað hvort hægt sé að komast til veiða með góðu móti. Þarna hefur lítið verið reynt en þó fengust eitthvað af bleikju þau fáu skipti sem rennt var, en ekkert er því til fyrirstöðu að talið er að lax gæti líka gengið upp á þetta svæði./strong>

Sem tilraunasvæði geta veiðimenn á svæðum neðar Jökla I &II l veitt þarna líka og verður allt agn leyft á Jöklu III en skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. En hirða má einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum, en veitt og sleppt eftir það. En reyndar er æskilegt að sleppa öllum löxum aftur vegna góðra hrygninga og uppeldisskilyrða sem eru vannýtt á svæðinu.

 • Staðsetning:  Fjarlægð frá Reykjavík: ca. 600 km. Fjarlægð frá Egilsstöðum:  ca. 60 – 70 km.
 •  Veiðisvæði:  Jökla ofan Kastið ásamt Hrafnkeilu.
 •  Tímabil:  1. júlí – 30. ágúst.
 • Veiðileyfi:  Tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis eða stakir dagar.
 •  Daglegur veiðitími:  Daglegur veiðitími er sveigjanlegur innan 12 tíma á dag.
 •  Fjöldi stanga:  Leyfðar eru 6 stangir.
 •  Verð:  Stöng á dag kr. 5.000 –
 • Veiðireglur:  Fluga, spónn og maðkur eru leyfður. Skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Leyfilegt er að hirða einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það. Æskilegt er að sleppa öllum laxi enda eru góð hrygningar og uppeldissvæði á svæðinu sem eru vannýtt.
 • Vinsælar flugur:  Hitch túpa, Sunray Shadow, Snælda, Rauð Frances, Svört Frances, Black and Blue.
 •  Veiði síðastliðin ár:  Ca. 40 af bleikjur.
 •  Umsjónarmaður/veiðivörður:  Guðmundur Ólason 471 – 1019 og 660 – 6893.
 •  

Engin skyldugisting er fyrir Jöklu III en tilvalið er að gista á Gistiheimilinu á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal sem er staðsett örstutt frá árbakkanum og er við þjóðveg 1. Einnig má athuga með gistingu neðar í Jökulsárhlíð í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárhlíð með eða án fæðis ef laus eru herbergi þar. Á bænum Grund ofar í Jökuldal má einnig fá gistingu fyrir veiðimenn á þessu svæði og sumarbústaðir jafnvel líka. Spyrjið um nánari upplýsingar.

Veiðileyfi

Laus veiðileyfi Panta veiðileyfi

Veiðikort

Veiðikort kemur síðar

Úr myndasafninu