Á vef okkar www.strengir.is má sjá undir laus veiðileyfi stöðu lausra veiðileyfa og kennir þar ýmsra grasa. Hrútafjarðará er uppseld eins og er en er hægt að fara á biðlista ef það skyldi losna um holl. Mun meira bókað í Jöklu I svæðinu en sl ár en þó ennþá lausir dagar hér og þar. Sama um Breiðdalsá eins og sjá má á vefnum, en nokkuð meira laust þar og líka á öðrum svæðum Jöklu. Vel bókað í Minnivallalæk en þó holl laus á góðum tímum sem og vor og haust.
Vegna tæknilegra vandmála er ekki hægt að panta veiðileyfi beint af vefnum, en áhugasamir hafi beint samband við Þröst í ellidason@strengir.is eða gsm 660 6890. Nýr vefur verður gerður í náinni framtíð.

Hér fyrir neðan má sjá stutt kynningarmyndband franska sjónvarpsþáttsins SEASONS. Var þátturinn tekinn upp í Minnivallalæk, Jöklu, Breiðdalsá og Fögruhlíðará. Þáttagerðarmenn veiddu mjög vel og komu alls um 200 fiskar á land hjá þeim í ferðinni. Veiddu þeir vel af laxi á Jöklusvæðinu, í Breiðdalsá og Minnivallalæk voru þeir í fantagóðri urriðaveiði og í Fögruhlíðarós veiddu þeir 77 sjóbleikjur og sjóbirtinga á um fjórum klukkutímum, alveg ótrúleg veiði. SEASONS er helsti veiðiþáttur Frakklands og hefur hann verið framleiddur síðan 1996.