Nú þegar hafa veiðst jafnmargir laxar og allt sumarið í fyrra úr Hrútu eða tæplega 180 laxar. Ef fram fer sem horfir gæti nýtt met orðið í ánni en það eru 642 laxar árið 2009. Vanir Hrútuveiðimenn tala um að þeir hafi aldrei séð svona mikið af laxi í ánni áður. Nánast fiskur um alla á og vatnið frábært og verður spennandi að fylgjast með næstu vikum því ekkert lát er á göngum í ánna.

Veiðimaður með vænan lax nýlega úr Hrútu en þar stefnir hugsanlega í metsumar.

Veiðimaður með vænan lax nýlega úr Hrútu en þar stefnir hugsanlega í metsumar.

Hægt og bítandi er Jöklusvæðið að koma til, reyndar er Kaldá ennþá að mestu óveiðandi og það var líka fyrst í dag að hægt var að veiða Steinbogann sjálfan og fékkst strax lax þá þar. En töluvert af laxi hefur rokið upp í Jökuldalinn og einn gjöfulasti staðurinn er Hólaflúð þar sem hindun var tímabundið ofar vegna mikils vatnsmagns. Nú hefur það sjatnað og lax komist áfram upp dalinn. Laxá hefur verið að gefa ágætlega og Fossársvæðið er að koma til loksins undanfarna daga. Vil benda á það að lausar eru 3 stangir á tímabilinu 1-4 ágúst í Jöklu I og Fögruhlíðará á hóflegu verði og þeir sem eru áhugasamir spyrji um nánari upplýsingar.

Smálaxagöngur látta standa á sér ennþá í Breiðdalsá en þeir stóru eru ennþá til þar og Hafliði Ragnarsson bakarameistari fékk þennan um helgina úr Skammadalsbreiðu, glæsilegur fiskur!

Smálaxagöngur látta standa á sér ennþá í Breiðdalsá en þeir stóru eru ennþá til þar og Hafliði Ragnarsson bakarameistari fékk þennan um helgina úr Skammadalsbreiðu, glæsilegur fiskur!