Veiðifélag Jökulsár á Dal og Veiðiþjónustan Strengir hafa gengið frá nýjum leigusamningi til ársins 2026. Samstarfið hefur gengið vel síðan það hófst árið 2007 þar sem lagt hefur verið í mikið uppbyggingarstarf hjá báðum aðilum. Strengir hafa á þessu tímabili byggt fyrsta flokks veiðihús og aðstöðu fyrir veiðimenn ásamt því að sleppt hefur verið um milljón seiðum á vatnasvæðið allt með hliðarám meðtalið. Veiðifélagið hefur komið að fiskvegagerð svo nú er liklega allt að 100 km langt vatnasvæði orðið fiskgegnd. Jökla er orðin lengsta dragá landsins þar til Hálslón fer á yfirfall síðla sumars eða á haustin. Oft er það í byrjun september og veiðin færist þá í hliðarárnár Kaldá, Laxá, Fossá og Fögruhlíðará.

Mynd. Vísitala seiðaþéttleika villtra laxaseiða í Jöklu reiknað á hverja 100m2.
Figure 23. Annual density index of wild Atlantic salmon juveniles in number of fish per 100 square meter in River Jokla.

En stóru tíðindinn eru sú að náttúruleg hrygning virðist vera að lukkast á þessu gríðarlanga vatnasvæði og villt seiði má finna í auknu magni árlega í rannsóknum sem Landsvirkjun kostar. Hér fyrir ofan má á súluritinu sjá þróunina sem er bara rétt að byrja og nú þegar veiðast laxar úr hrygningum fyrstu kynslóða úr seiðasleppingum. Það mun margfaldast á næstu árum og Jökla mun án efa verða ein gjöfulasta laxveiðiá landsins fyrr en flesta grunar!

Mjög áhugaverðir dagar eru lausir á okkar laxveiðisvæðum, svo sem:

Jökla I á bilinu 5-10 júlí án fæðiskyldu.Einnig eru lausar stangir 12-15 júlí, 22-24 júlí og á bilinu 4-9 ágúst og 15-23 ágúst á Jöklu I svæðinu.

Breiðdalsá um miðjan júlí og svo 31 júlí-3 ágúst og á bilinu 19-30 ágúst eru stangir lausar.

Minnivallalækur er laus á bilinu 5-8 júní, helgarholl 21-24 júní, 15-20 júlí, 22-24 júlí og eftir 12 ágúst einnig.

Hrútafjaðará er uppseld en gæti losnað eitthvað síðla í ágúst.

Jökla II og III, Fögruhlíðarós og silungasvæði Breiðdalsár hafa töluvert af lausum dögum hér og þar einnig.

Fyrir frekar upplýsingar og bókanir, vinsamlegast hafið samband við Þröst í netfangið ellidason@strengir.is eða í gsm 660 6890.