Hann Heiðar Logi Sigtryggson var með opnunarhollið í Minnivallalæk 1.-2. apríl og hann sendi okkur þessa línu:

“Sæll Þröstur.
Við lönduðum 3 fiskum og misstum helling. Virtist vera fiskur útum allt. Fengum a litlar pheasant tail #16,blóðorm og köttinn.Alltof gott veður a laugardaginn og viðbjóður a sunnudag. Myndefnin voru eitthvað af skornum skammti. Eina myndin er þessi sem er nýtanleg. Er 65 cm urriði tekin af Óskari Þorgils á fluguna köttinn í Dràttarhólshyljum. Fékk að sjàlfsögðu líf aftur.”


Það má bæta því við að ennþá er laust eitthvað um páskana í læknum og helgarnar 22.-23. og 29. -30. apríl er einnig lausar!

Áhugasamir hafi samband sem fyrst á ellidason@strengir.is eða gsm 660 6890.

Þröstur Elliðason