Það eru fáar lax- og silungsveiðiár sem bjóða upp á eins fallegt umhverfi, góða gistiaðstöðu og auðvelt aðgengi að veiðistöðum og Breiðdalsá. Hóflegt verð er á laxasvæðinu frá  30.000 kr. til 45.000 kr.  á stöng á dag.
 
Silungasvæði Breiðdalsár er með góða veiði í sjóbleikju, urriða og sjóbirtingi.
Verð veiðileyfa er 15.000 kr. stangardagurinn.
 
Veiðihúsið Eyjar
Frábær gisting í boði fyrir alla ferðalanga, jafnt veiðimenn sem aðra. Sjón er sögu ríkari, glæsileg aðstaða með útsýni yfir einstakan fjallahring Breiðdals sem á engan sinn líkan á Íslandi.
 
Hægt að bóka stök herbergi en húsið er tilvalið fyrir smærri hópa með eða án veitingaþjónustu.