Við bjóðum upp á rjúpnaveiði með gistingu að Eyjum í Breiðdal og einnig á gjöfulum veiðilendum í nágrenni veiðihússins Hálsakots sem stendur við bakka Kaldár í Jökulsárhlíð.

Í nágrenni veiðihússins Hálsakots, veiðihúss Jöklu og Fögruhlíðarár eru mjög góðar gæsaveiðilendur sem Veiðiþjónustan Strengir hefur einkarétt á.

Ljóst er að rjúpnaveiði verður leyfð á næstu árum með óbreyttum dögum í þrjá daga í senn fjórar helgar. Reynslan haustið 2014 virtist vera sú að töluvert væri af rjúpu fyrir austurlandi en aðstæður voru óvenju slæmar vegna veðurs svo minna varð þá úr veiði en búast mátti við. Við bjóðum áfram upp á rjúpnaveiði með gistingu að Eyjum í Breiðdal og einnig á gjöfulum veiðilendum í nágrenni veiðihússins Hálsakots sem stendur við bakka Kaldár í Jökulsárhlíð. Á báðum stöðum höfum við byggt upp aðbúnað sem stenst samanburð við það besta sem völ er á. Boðið er upp á 8 herbergi í gistingu og 8 byssur í senn leyfðar í rjúpu frá hvoru veiðihúsi. Gistingin uppbúinn mun kostar kr. 12.000 herbergi hverja nótt og rjúpnaveiðileyfið sem fylgir herberginu verður kr. 8.000 á dag haustið 2017 sem er óbreytt frá því sem verið hefur. Samtals er kostnaður fyrir herbergið og leyfið yfir þrjá daga því kr. 60.000. Hópar ganga fyrir sem taka öll 8 herbergi. Hægt er að fá fæði og frekari þjónustu ef þess er óska og kostar það aukalega.

Rjúpnaveiði

Kátir með rjúpur dagsins!

Eftir 20. ágúst geta stangveiðimenn í Veiðihúsinu Hálsakoti komist líka í gæsaveiði ef laust er og eftir nánari samkomulagi.

Gæsaveiðar

Góður gæsamorgun!

Glæsilegasta veiðihús landsins!

Á bökkum Breiðdalsár í landi Eyja, sem eru neðarlega við ána, er nýlegt veiðihús sem býður upp á eina glæsilegustu gistiaðstöðu á landinu. Þar eru átta tveggja manna herbergi, hvert með sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Þar af bíður glæsisvíta þeirra sem virkilega kunna að vera góðir við sjálfa sig. Í húsinu er gufubað og þaðan er útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa eru með konunglegum aðbúnaði þar sem glæsilegur arin er áberandi ásamt uppstoppuðum fuglum og fiskum á veggjum. Stór verönd er með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Glæsilegt útsýni er yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins.Hundahald er EKKI leyfilegt í húsinu. Síminn þar er 475 6776.