Það er allt komið á fullt fyrir austan, sjóbleikjan mætt í Breiðdalsá og frábær urriðaveiði hefur verið í efri hluta Breiðdalsár einnig, en um 150 silungar eru strax komnir á land eftir örfáa daga þar. Hér fyrir ofan má sjá erlenda veiðikonu með flottann urriða þarna uppfrá.

Og hann Árni Kristinn Skúlason leiðsögumaður var með veiðimenn við Fögruhlíðarósinn og sendi nýlega myndina hérna fyrir neðan með þessum skilaboðum: “Sæll, 24 á land í dag úr Fögruhlíðarárósnum. 22 bleikjur og 2 sjóbirtingar.Misstum einn lax. Allt á heimsætu.”

Nokkuð er um laus leyfi og kostar stangardagurinn kr. 14.800 bæði í Breiðdalsá silungasvæði og í Fögruhlíðarósnum. Áhugasamir hafi samband á ellidason@strengir.is eða gsm 660 6890.

En laxinn virðist ætla að mæta aftur snemma í sumar miðað við þær ár sem veiði er hafin í. Við eigum lausar stangir í bæði Breiðdalsá og Jöklusvæðinu snemma í júlí og verð þá á milli kr. 30-40 þús stangardagurinn sem varla þykir hátt verð miðað við víða annarsstaðar! Breiðdalsá er einnig með stangir lausar á bilinu 3-10 ágúst á topptíma eins og sjá má á vefnum undir laus leyfi.  Og veiðitúr í Jöklu er fjölbreyttasti veiðitúr sem mönnum stendur til boða og er miklu meira en bara Jökla sjálf. Enn eru lausar stangir í júlí og ágúst eins og sjá má á vefnum betur og ef spár um mikið smálaxasumar ganga eftir þá verður veisla í sumar! En hér eru nokkur dæmi um lausar stangir:

Jökla I:1-5 júlí 3-6 stangir, 11-15 júlí 2-4 stangir,18-25 júlí 1-2 stangir og á bilinu 5-13 ágúst 3-4 stangir.
Breiðdalsá:2-11 júlí 2–4 stangir, 26-28 júlí 2 stangir og 3-10 ágúst 3-6 stangir.

Áhugasamir hafi samband á ellidason@strengir.is eða gsm 660 6890.