Á vef Strengja er nýkomin uppfærð staða lausra leyfa og má sjá þar mjög áhugaverðar opnanir og meðal annars fáein helgarholl í Minnivallalæk sem eru eftirfarandi:

12. – 14. apríl: Tveggja daga holl um páskana e.h. 12. og til hádegis 14. apríl en þessi mánuður er oft besti tíminn fyrir allra stærstu urriðana í læknum sem eru hungraðir eftir veturinn!

29. maí – 1. júní: Sjálf Hvítasunnuhelgin í þriggja daga holli er laus. Frábær tími!

9. – 12. júlí: Einn besti þurrflugutíminn í ánni og þessi helgi er laus!

28. – 30. ágúst: Síðasta helgin sem er laus fyrir haustið, en í september eru nokkar helgar lausar einnig eins og er.

Sjálf Hrútafjarðará er einnig með laust holl í lok ágúst!

Einnig var Jökla I að losna á frábærum tíma um verslunarmannahelgina í þriggja daga holli
1-4 ágúst, þetta er eitt besta hollið í ánni eins og eldri frétt á facebook vef okkar segir hér
fyrir neðan:

” Hollið sem var að ljúka veiðum í Jöklu veiddi 52 laxa, 67 sjóbleikjur og 4 sjóbirtinga. Einungis var veitt á 6 stangir líkt og hollið á undan. Lúsugir fiskar af öllum stærðum eru að veiðast á hverjum degi, t.d. veiddist lúsugur 85 cm hængur. Stærsti fiskurinn var glæsilegur 91 cm hængur. Svo sannarlega frábær veiði og er Jökla líklega búin að vera topp 5 laxveiðiá á landinu síðustu 10 daga. Vatnsskortur er ekki vandamál í Jöklu!”