19sept16a

Það er ennþá að veiðast í okkar ám í September en þessa dagana er ástundun ekki mikil, en þó eru einhverjir veiðimenn á ferðinni eins og Sigurður Guðmundsson sem kom Breiðdalsá í fyrsta sinn og sendi þennan pistil áðan:

“Sæll Þröstur,
Vildi með þessu bréfkorni þakka kærlega fyrir frábærar móttökur sem ég fékk í Breiðdalsánni um helgina. Þarna hafði ég aldrei komið áður og var  því afar spenntur fyrir að reyna fyrir mér í þessarri á. Ekki má gleyma þeim höfðingja sem tók á móti mér sem er hann Súddi. Maðurinn er hreinlega gull. Ég byrjaði seinnipartsvakt á svæði 2 og náði að landa 3 löxum og líklega einum 20 urriðum. Það má alveg fylgja að það var rok og rigning enda leifar af fellybyl sem gekk yfir landið. Þetta var einfaldlega veitt þannig að ég byrjaði efst og veiddi mig niður eftir án þess að þekkja nokkuð til árinnar. Það er oftast vænlegt til árangurs í stað þess að berja vinsæla staði tímunum saman. Hreint út sagt gullfalegt veiðisvæði með mikilli fjölbreyttni og nægum fiski. Svæði 1 var veitt á annarri vaktinni og hafðist 1 smálax í Þverárkvísl. Má líklega kenna um leti að ekki komu fleiri á land. Þriðju vaktina átti ég Tinnudalsá og þar gerðist mikið ævintýri. Byrjað var á Brúarbreiðu og síðan farið niður að Gilsármótum. Eftir eina yfirferð með Silfurskottu var Þýsk Snælda sett undir. Í fjórða eða fimmta kasti rétt neðan við þar sem Gilsáin rennur saman við sjálfa ánna situr allt fast og línan færist hægt út í strauminn með miklum þunga. Líður örugglega hátt í hálftími án þess að nokkuð gerist. Loksins fer hann af stað og svamlar rólega um hylinn, án þess að ég réði nokkuð við hann nema að halda í við hann. Eftir rúman klukkutíma stökk hann og ég gerði mér grein fyrir hvurslags ferlíki þetta var. Í ár eru liðin 35 ár síðan ég fékk minn fyrsta lax. Ekki fyrr en í sumar hef ég komist yfir 20 punda múrinn sem eins ótrúlegt er að þeir komu tveir hjá mér fyrr í sumar. 100cm og 102cm drellar ásamt því að veiðifélagi minn landaði einum 105cm. Það var á Nesveiðum í Aðaldal. Það var ljóst að þessi var síst minni. Munurinn hjá mér í Breiðdalsánni og Laxá er að í Breiðdalnum var ég einn með sjálfum mér og enginn til aðstoðar. Var því eina í stöðunni að nær dauðþreyta og limpa laxinum að landi á kviðnum. Það hafðist að lokum. Laxinn sporðtekinn og rennt á land. Þegar ég lagði laxinn á mölina og gerði mér grein fyrir stærðinni var ljóst að stærri fisk hef ég aldrei landað. Niðurstaðan er 108 cm og 62,5 í ummál. Baráttan stóð í klukkutíma og tuttugu mínútur. Að landa 20 punda + laxi er draumur allra veiðimanna. Í ár var ég heppinn. Eftir 35 ára bið landa ég þremur. Ég vildi bara þakka fyrir frábæra viðkynningu og segi einfaldlega að þarna mun ég koma aftur. Stórkostleg á með glæsilegasta veiðihúsi landsins. Takk fyrir mig.

Kærar kveðjur
Sigurður Guðmundsson”

Myndirnar hér fyrir ofantók Sigurður af þessum stórlaxi úr Gilsármótum. Það má veiða út september og stefnir í að heildarveiðin verði á svipuðu róli og sl sumar er tæplega 400 laxar veiddust í Breiðdalsá.

Myndirnar hér fyrir ofantók Sigurður af þessum stórlaxi úr Gilsármótum. Það má veiða út september og stefnir í að heildarveiðin verði á svipuðu róli og sl sumar er tæplega 400 laxar veiddust í Breiðdalsá.

Jöklusvæðið hefur tekið skot öðru hverju, en veitt er í nokkrum hliðarám í Jökulsárhlíð enda er Jökla sjálf í yfirfalli og óveiðandi síðan í lok ágúst. T.d. fengust eina vaktina 9 laxar á tvær stangir þar sem lax leitaði inn í hliðarárnar í auknum mæli er líður á sumarið. Hátt í 600 laxar eru komnir á land af Jöklusvæðinu.

Ráðist hefur veriði í endurbætur á Veiðihúsinu Hálsakoti sem þjónar Jöklu I og Fögruhllíðará svæðinu og er öll aðstaða orðin fyrsta flokks eins og sjá má t..d á þessari mynd.

Ráðist hefur veriði í endurbætur á Veiðihúsinu Hálsakoti sem þjónar Jöklu I og Fögruhllíðará svæðinu og er öll aðstaða orðin fyrsta flokks eins og sjá má t..d á þessari mynd.

Það má bæta því við að veiðin í Minnivallalæk hefur verið betri en undanfarin ár og tölur farnar að nálgast 400 fiska og marga væna eins og sjá má hér fyrir ofan.

Það má bæta því við að veiðin í Minnivallalæk hefur verið betri en undanfarin ár og tölur farnar að nálgast 400 fiska og marga væna eins og sjá má hér fyrir ofan.

Það stefnir í gott sumar í Hrútafjarðará, koma góð skot þegar aðstæður eru í lagi og úrkoma, t..d eitt holl í sl viku fékk 44 laxa er áin var að sjatna eftir flóð. Síká hefur verið góð líka sem er hliðará Hrútu og þessi mynd hér fyrir neðan var tekin þar snemma í sumar.

19sept16e

Laus leyfi má sjá á vef okkar og eitthvað er um laus leyfi fyrir áhugasama enda veitt til loka september.

Þröstur Elliðason