Það styttist í að veiðin hefjist er menn byrja í silung þann 1. apríl í fyrstu ánum. Ennþá má finna eins og sjá má á vef okkar undir “Veiðileyfi” frábæra daga sumarið 2020 og það helsta er efirfarandi:

Minnivallalækur: Eigum ennþá eitthvað laust um páskana og einhverjar helgar í april og maí! Og venjulega er lítið um lausa daga í júlí en nú má sjá nokkar daga laus þá.

Hrútafjarðará: Er að venju uppseld en var að detta inn á besta tíma 3 daga holl í lok júlí!

Jökla I og Fögruhlíðará: Búast má við góðri stórlaxaveiði sumarið 2020 snemma í framhaldi af góðum smálaxagöngum sl. sumar! Eigum ennþá lausar stangir á fyrstu dögunum frá 27. júní og til 5. júlí. Og var líka að losna á bilinu 16-20 júlí örfáar stangir sem er frábær tími á þessu svæði!

Jökla II: Að vera á þessu svæði seinnipart júlí og snemma í ágúst getur gefið flotta veiði fyrir hóflegt verð sem er á bilinu kr. 15.000-35.000! Ennþá er hægt að komast í laxveiði þarna og engin fæðiskylda! Hér fyrir ofan er vænn lax af Nesbreiðu á Jöklu II og var einn af þrem löxum á þeirri vakt úr þessum veiðistað sl. sumar!

Breidalsá: Verð hafa lækkað og hægt að komast á góðum tíma í lok júlí og snemma í ágúst í þessa fallegu veiðiá.

Nánari upplýsingar í síma 660 6890 eða netfang ellidason@strengir.is

Kveðja góð,

Þröstur Elliðason