Þann 18. ágúst komu á land  bæði í Hrútafjarðará og Jöklu stórlaxar sem voru mældir 102 cm langir.

Í Hrútafjarðará var veiðimaður Vignir Kristjánsson matreiðslumeistari og veiðistaðurinn Sírus þar sem hængurinn tók litla Black Sheep no 14. Vignir hefur fengið þá marga væna en þetta er þó hans stærsti lax. Það var góð veiði í hollinu þrátt fyrir að margir óvanir veiðimenn hafi verið að veiða, t.d. komu þrír maríulaxar á land. Mikill lax er í Hrútu ásamt Síká og ennþá eru sterkar göngur í ánna, stefnir þar í frábært sumar er óhætt að segja.

Vignir með þann stóra úr Sírus, flottur fiskur í skemmtilegu unhverfi við veiðistaðinn Sírus.

Vignir með þann stóra úr Sírus, flottur fiskur í skemmtilegu unhverfi við veiðistaðinn Sírus.

Og úr Jöklu kom úr Arnarmel glæsilegur hængur sem var 52 cm í ummáli og viktaður 11,5 kg. Veiðimaður var erlendur að nafni Joe Coletta og laxinn tók Sunray Shadow túbu. Fleirri stórir hafa verið að veiðast i Jöklu, þar af töluvert af laxi  sem eru yfir 90 cm og er ljóst að Jökla er að breytast á sannkallaða stórlaxaá. Veiði hefur verið með ágætum á Jöklusvæðinu eftir erfiða byrjun og margir glæsilegir nýjir veiðistaðir hafa verið uppgötvaðir í sumar.

Og Joe með Jöklurisann, glæsilegur fiskur!

Og Joe með Jöklurisann, glæsilegur fiskur!